Villa Cortes er glæsilegt 5*****hótel staðsett á besta stað við litla strönd á Playa de las Americas með útsýni yfir La Gomera eyjuna. Hótelið er byggt í mexíkóskum stíl og býður uppá úrvals þjónustu og þægindi.
Glæsilegur garður er við hótelið með sundlaug og barnalaug. Bekkir með dýnum, sólhlífum og handklæði er til afnota fyrir gesti hótelsins. Leiksvæði og barnagæsla er fyrir börn. Á hótelinu er tennisvöllur og heilsulind með tyrknesku baði, úrval dekurmeðferða er í boði einnig er líkamsræktaraðstaða og hárgreiðslustofa á hótelinu. Hægt er að setjast niður í setustofu hótelsins og slakað á við undirleik ljúfrar píanótónlistar.
Herbergin eru vel búin og rúmgóð, innréttuð í mexíkóskum stíl. Herbergin eru loftkæld með sjónvarpi, mini-bar og öryggishólfi einnig fylgja með sloppur og inniskór. Svalir eða verönd er á hverju herbergi en greiða þarf sérstaklega fyrir garð eða sjávarsýni.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir