Villa Romana er gott 4 **** hótel staðsett 900 metrum frá miðbænum í Salou. Í garði hótelsins er stór sundlaug, barnalaug, sólbekkir með sólhlífum, snakkbar og leikaðstaða fyrir börnin. Barnaklúbbur er starfræktur yfir daginn og á kvöldin er míni diskó fyrir börnin og tekur svo við skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
 
Hjólaleiga, líkamsræktaraðstaða, leikherbergi og heilsulind er einnig á Villa Romana. Veitingastaður hótelsins er huggulegur og býður upp á fjölbreytt hlaðborð.
 
Herbergin eru ágætlega rúmgóð í innréttuð í ljósum stíl útbúin helstu þægindum. Hægt er að leigja ísskáp og öryggishólf og þráðlaust net er á herbergjum án endurgjalds.
 
Morgunverður er innifalinn í verðinu en hægt er að greiða aukalega fyrir hálft fæði eða fullt fæði. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

KEF

Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir