Yfirlit

Lúxusferð - Yoga og slökun í Tossa de Mar - 21.-28. sept

Gaman Ferðir bjóða upp á sjö nátta sannkallaða lúxusferð í jóga og slökun. Það er hún Ása Sóley yoga kennari sem leiðir hópinn í þessari dásamlegu ferð. Á hverjum degi mun Ása bjóða upp á yoga, hugleiðslu og slökun ýmist á hótelinu eða á ströndinni. Þess á milli er frjáls tími þar sem hægt er að nýta t.d í heilsulind hótelsins, gera vel við sig og fara í nudd eða einfaldlega slaka á í sólinni á sundlaugarbakkanum. Hótelið býður upp á fyrsta flokks mat og er hver máltíð upplifun fyrir sig. Bærinn Tossa de Mar er einstaklega heillandi með þröngum götum, fjölbreyttu mannlífi og fjöldann allan af sælkera veitingastöðum.

Yoga kennari og fararstjóri

Ása Sóley hefur stundað yoga í sjö ár og kennt yoga í fjögur ár. Ása útskrifaðist sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík í apríl árið 2013. Árið 2014 tók Ása Sóley kennararéttindi í Hot Yoga hjá Jimmey Barkan á Costa Rica og sumarið 2015 lauk hún 200 tíma kennaranámi hjá High Vibe Yoga á Balí. Eftir að Ása fór að kenna yoga fann hún að það var það sem hún vildi starfa við og hætti því dagvinnu sinni í ferðaþjónustu til þess að vera yogakennari í fullustarfi. Ása Sóley telur það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið í lífinu og segir yoga vera það sem að heldur henni gangandi.

Verð

Verð pr mann er 159.900 kr. Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í tveggja mannaherbergi á Gran Reymar með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, Yoga kennsla alla daga og hugleiðsla, 1 x aðgangur að heilsulind hótelsins, 1 taska pr. mann 20 kg, handfarangur og fararstjórn. Athugið að lágmarksþátttaka er 15 manns og náist sjá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina.

Dagskrá, birt með fyrirvara á breytingu.
21. sept föstudagur 
Komudagur. Flogið er með WOW air frá Keflavík til Barcelona WW624 kl 15:45-22:15. Farþegar verða keyrðir frá flugvellinum til Tossa de Mar en aksturinn tekur eina og hálfa klst. 
 
22. sept laugardagur
Yoga kl 09:00 – 10:00, mjúkt yoga á ströndinni, öndun og hugleiðsla. 
Seinni yoga tími dagsins verður innandyra í sal á hótelinu kl 17:00-18:30 Yogaflæði og Yoga Nidra
Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar 
23. sept sunnudagur 
Yoga kl 09:00 – 10:00, mjúkt yoga á ströndinni, öndun og hugleiðsla. 
Seinni yoga tími dagsins verður innandyra í sal á hótelinu kl 17:00-18:30 Yogaflæði og Yoga Nidra
24. sept mánudagur 
Yoga kl 09:00 – 10:00, mjúkt yoga á ströndinni, öndun og hugleiðsla. 
Verslunarferð og skoðunarferð til Girona fyrir þá sem hafa áhuga á því. Sameinast verður í leigubílum og kostar bílinn frá Tossa de Mar til Girona um 40 EUR. (ekki innifalið í verði ferðarinnar)
25. sept þriðjudagur 
Yoga kl 09:00 – 10:00, mjúkt yoga á ströndinni, öndun og hugleiðsla. 
Seinni yoga tími dagsins verður innandyra í sal á hótelinu kl 17:00-18:30 Yogaflæði og Yoga Nidra
26. sept í miðvikudagur 
Yoga kl 09:00 – 10:00, mjúkt yoga á ströndinni, öndun og hugleiðsla. 
Seinni yoga tími dagsins verður innandyra í sal á hótelinu kl 17:00-18:30 Yogaflæði og Yoga Nidra
27. sept fimmtudagur
Yoga kl 17:00-18:30 Yogaflæði og Yoga Nidra 
Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar
28. sept föstudagur
Heimferðadagur, byrjum daginn hressandi á Yogaflæði, öndun og hugleiðsu
á ströndinni kl 09:00-10:00. Skila þarf herbergjum á hádegi en gestir hafa aðgang að garði og aðstöðu hótelsins yfir daginn. Rúta sækir hópinn seinnipartinn og keyrt verður upp á flugvöll. Flug frá Barcelona til Keflavíkur WW625 kl 23:05-01:45+ 1 dag.
 
 

Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

Flugferðin

Flogið er með WOW air til og frá Barcelona. 21. sept kl 14:40-21:10. Frá flugvellinum í Barcelona til Tossa de Mar eru 110 km og tekur aksturinn tæplega 2 klst. Flogið er heim 28. Sept kl 22:00-00:40.

Hótel

Gist verður á sannkölluðu lúxushóteli 4**** Superior Gran Reymar staðsett á ströndinn í Tossa de Mar. Einstaklega fallegt útsýni er frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði. Herbergin eru ágætlega rúmgóð í nýtískulegum stíl með svölum, öryggishólfi og loftkælingu.

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.

 

Hvað er innifalið

  • Íslensk fararstjórn
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Hálft fæði á Gran Reymar
  • Yoga tímar og hugleiðsla
  • 1x aðgangur að heilsulindinni

Premier Gran Hotel Reymar & Spa - Yoga

Av. Mar Menuda, Tossa De Mar, 17320
Gran Reymar er æðislegt 4**** superior hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. 
 
Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Gestir hótelins hafa aðgang að líkamsrækt, jógakennsla fer fram á morgnana í sal eða á strönd. Einnig er hjólageymsla á hótelinu.
 
Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði. Herbergin eru ágætlega rúmgóð í nýtískulegum stíl með svölum, öryggishólfi og loftkælingu. Ekki eru svalir á einstaklingsherbergjum. Þráðlaust net er á Gran Reymar. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig og kjósa rólegheit og rómantík. 
 
Frá 159.900 kr. á mann

Lúxusferð - Yoga og slökun.Gaman Ferðir bjóða upp á 7 nátta sannkallaða lúxusferð í jóga og slökun. Það er hún Ása Sóley yoga kennari sem leiðir hópinn í þessari dásamlegu ferð. Á hverjum degi mun Ása bjóða upp á yoga, hugleiðslu og slökun ýmist á hótelinu eða á ströndinni. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir